1705
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Á Íslandi
- 22. júlí - Magnús Sigurðsson í Bræðratungu dæmdur til að borga Árna Magnússyni 300 dali fyrir hneykslanleg ófrægðarbréf.
- Árni Bjarnason bóndi í Keldunesi var hálshöggvinn á Alþingi fyrir að hafa eignast barn með mágkonu sinni.
- Sigurður Björnsson sagði af sér lögmannsembætti.
Fædd
- Jón Ólafsson Grunnvíkingur, fræðimaður (d. 1779).
Dáin
- Guðmundur Bergþórsson, skáld (f. 1657).
Erlendis
- 5. maí - Jósef 1. varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis eftir andlát föður síns.
- Desember - Lög sett í Bretlandi um að Soffía af Hannover og afkomendur hennar (þar á meðal sonur hennar Georg Ludwig, sem síðar varð Georg 1., og sonur hans, síðar Georg 2.) skyldu teljast breskir ríksisborgarar.
Fædd
- 24. janúar - Farinelli, ítalskur geldingur og söngvari (d. 1782).
- September - Dick Turpin, enskur þjóðvegaræningi (d. 1739).
- 31. október - Klemens XIV páfi (d. 1774).
Dáin
- 5. maí - Leópold 1., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1640).
- Júlí - Titus Oates, enskur meinsærismaður (f. 1649).
- 16. ágúst - Jakob Bernoulli, svissneskur stærðfræðingur (f. 1654).
- 30. nóvember - Katrín af Braganza, Englandsdrottning, kona Karls 2. (f. 1638).