28. desember
Útlit
Snið:DesemberDagatal 28. desember er 362. dagur ársins (363. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 3 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1478 - Orustan við Giornico: Svissneskir hermenn unnu sigur á Mílanó.
- 1612 - Galileo Galilei varð fyrstur til að taka eftir plánetunni Neptúnusi, en taldi hana ranglega vera fastastjörnu.
- 1846 - Iowa varð 29. fylki Bandaríkjanna.
- 1871 - Nýársnóttin, leikrit eftir Indriða Einarsson, var frumsýnt á skólalofti Lærða skólans í Reykjavík. Skólapiltar stóðu fyrir sýningunni.
- 1887 - Bríet Bjarnhéðinsdóttir flutti fyrst kvenna á Íslandi opinberan fyrirlestur í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík, sem hún nefndi Um kjör og réttindi kvenna.
- 1894 - Mikið ofviðri á vestan gerði og olli talsverðum skaða í Reykjavík. Loftþrýstingur féll um 60 millibör á einum sólarhring og er slíkt fáheyrt.
- 1908 - 75.000 manns létu lífið í jarðskjálfta á Sikiley.
- 1965 - Skammt frá Surtsey reis önnur eyja úr hafi og var nefnd Jólnir. Hún var með öllu horfin innan eins árs.
- 1967 - Borgarspítalinn í Fossvogi var formlega tekinn í notkun.
- 1981 - Fyrsta bandaríska glasabarnið fæddist.
- 1983 - Vogur, áfengismeðferðarstöð SÁÁ, tók til starfa.
- 1999 - Saparmyrat Nyýazow lét gera sig að „lífstíðarforseta“ í Túrkmenistan.
Fædd
- 1856 - Woodrow Wilson, Bandaríkjaforseti (d. 1924).
- 1903 - John von Neumann, ungverskur stærðfræðingur (d. 1957).
- 1930 - Franzl Lang, þýskur jóðlari.
- 1954 - Denzel Washington, bandarískur leikari.
- 1969 - Linus Torvalds, tölvunarfræðingur og upphafsmaður þróunar Linux-stýrikerfiskjarnans.
- 1981 - Sienna Miller, ensk leikkona.
Dáin
- 1630 - Oddur Einarsson Skálholtsbiskup (f. 1559).
- 1706 - Pierre Bayle, franskur heimspekingur (f. 1647).