6. ágúst
Útlit
6. ágúst er 218. dagur ársins (219. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 147 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1218 - Ormur Jónsson Breiðbælingur og Jón sonur hans drepnir af norskum kaupmönnum í Vestmannaeyjum.
- 1228 - Þorvaldsbrenna: Synir Hrafns Sveinbjarnarsonar fóru að Þorvaldi Snorrasyni, goðorðsmanni frá Vatnsfirði, og brenndu hann inni.
- 1623 - Maffeo Barberini var kjörinn Úrbanus 8. páfi.
- 1661 - Portúgal og Holland gerðu með sér Haagsáttmálann þar sem Portúgal fékk formlega viðurkennd yfirráð sín yfir Nýja Hollandi í Brasilíu.
- 1806 - Hið Heilaga rómverska ríki var formlega leyst upp þegar síðasti keisarinn, Frans 2., sagði af sér. Austurríska keisaradæmið og Þýska bandalagið tóku við.
- 1809 - Í Klúbbnum í Reykjavík (þar sem nú er hús Hjálpræðishersins) efndi konungurinn, Jörgen Jörgensen, til dansleiks.
- 1824 - Simón Bolívar sigraði spænskt riddaralið í orrustunni um Junín
- 1825 - Bólivía lýsti yfir sjálfstæði frá Spáni.
- 1907 - Lárus Rist fimleikakennari vann það einstæða afrek að synda alklæddur og í sjóklæðum yfir Eyjafjarðarál.
- 1933 - Steinn Steinarr skáld og fjórir aðrir hlutu dóm fyrir að skera niður hakakrossfána við hús þýska
vararæðismannsins á Siglufirði.
- 1937 - Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis var stofnað á stofnfundi þar sem mættir voru 93 fulltrúar frá Pöntunarfélagi verkamanna í Reykjavík, Kaupfélagi Reykjavíkur, Pöntunarfélagi Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnafirði og Pöntunarfélagi Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, en félög þessi ákváðu á þessum degi að sameinast í eitt félag.
- 1960 - Steingrímsstöð, 26 Mw virkjun í Soginu, var tekin í notkun við hátíðlega athöfn.
- 1962 - Jamaíka lýsti yfir sjálfstæði frá Sambandsríki Vestur-Indía.
- 1965 - Hljómplata Bítlanna, Help!, kom út í Bretlandi.
- 1974 - Gerald Ford tók við embætti Bandaríkjaforseta í kjölfar afsagnar Nixons.
- 1985 - Afhjúpaður var minnisvarði um Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnara í landi Miðhúsa á Fljótsdalshéraði, en þar var hann fæddur.
Fædd
- 1619 - Barbara Strozzi, ítölsk söngkona og tónskáld (d. 1677).
- 1638 - Nicolas Malebranche, franskur heimspekingur (d. 1715).
- 1697 - Karl 7. keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1745).
- 1860 - Sólon Guðmundsson, verkamaður og skáld (d. 1931).
- 1881 - Alexander Fleming, skoskur líf- og lyfjafræðingur (d. 1955).
- 1928 - Andy Warhol, bandarískur listamaður (d. 1987).
- 1931 - Matthías Á. Mathiesen, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1937 - Dagur Sigurðarson, íslenskt skáld (d. 1994).
- 1963 - Kevin Mitnick, bandarískur tölvuþrjótur.
- 1965 - David Robinson, bandarískur körfuknattleiksmaður.
Dáin
- 1201 - Brandur Sæmundsson, Hólabiskup (f. um 1120).
- 1221 - Heilagur Dóminíkus, stofnandi Dóminíkanareglunnar (f. 1170).
- 1458 - Kalixtus 3. páfi (f. 1378).
- 1637 - Ben Jonson, enskt leikskáld (f. 1572).
- 1639 - Hans van Steenwinckel, flæmskur arkitekt (f. 1587).
- 1660 - Diego Velásquez, spænskur listmálari (f. 1599).
- 1694 - Antoine Arnauld, franskur guðfræðingur, heimspekingur og stærðfræðingur (f. 1612).
- 1746 - Kristján 6., konungur Íslands og Danmerkur frá 1730 (f. 1699).
- 1935 - Sigfús Sigfússon, íslenskur þjóðsagnasafnari (f. 1855).
- 1994 - Giovanni Spadolini, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1925).
- 1994 - Domenico Modugno, ítalskur söngvari og lagahöfundur (f. 1928).