[go: nahoru, domu]

Fara í innihald

Otrantósundið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Staðsetning sundsins.

Otrantósundið (albanska : Kanali i Otrantos, ítalska : Canale d'Otranto, gríska: Στενό του Οτράντο) er sund í Miðjarðarhafi milli Ítalíu í vestri og Albaníu í austri. Það tengir Adríahafið við Jónahaf .

Punta Palascìa á sundinu er austasti oddi Ítalíu.

Sundið er 45-55 sjómílur breitt og er um 740 m. djúpt. Otrantósundið er nefnt eftir ítölsku borginni Otranto.