Half-Life 2
Einkennismerki leiksins | |
Framleiðsla | Valve Corporation |
Útgáfustarfsemi | Valve Corporation |
Leikjaröð | Half-Life |
Útgáfudagur | 16. nóvember 2004 |
Tegund | Fyrstu persónu skotleikur |
Sköpun | |
List | Viktor Antonov |
Handrit | Marc Laidlaw |
Tónlist | Kelly Bailey |
Tæknileg gögn | |
Leikjavél | Source-leikjavélin |
https://www.half-life.com/en/halflife2 | |
Half-Life 2 er fyrstu persónu skotleikur sem var hannaður og gefinn út af Valve Corporation árið 2004. Hann var fyrst gefinn út af Valve fyrir Windows-stýrikerfið í gegnum leikjaveituna Steam. Eins og í fyrri leiknum, Half-Life, Half-Life 2 sameinar skotbardaga, þrautir og sögu og bætir við eiginleikum svo sem ökutækjum og hreyfingu hluta. Leikmaðurinn spilar sem maður er nefndur Gordon Freeman á meðan hann tekur þátt í andspyrnuhreyfingu til að frelsa jörðina frá stjórn geimveraveldisins Combine.
Half-Life 2 var hannaður með Source-leikjavél Valve, sem var þróuð á sama tíma. Þróunin stóð í fimm ár og kostaði 40 milljónir Bandaríkjadala. Forstjóri Valve, Gabe Newell, setti lið sitt það markmið að endurskilgreina FPS-leikjategundina. Það samþætti Havok-eðlisfræðivélina, sem líkist raunverulegu eðlisfræði, til að styrkja nærveru leikmannsins og búa til nýjan leikmáta. Einnig þróaði liðið leikinn með nákvæmari persónulíkönum og raunhæfum hreyfingu.
Valve tilkynnti Half-Life 2 á E3 2003, með útgáfudag í september. Leikurinn var frestaður um meira en ár, sem var mikið gagnrýnt. Ári áður en útgáfan var gefin út var ókláruð útgáfa af leiknum stolið af tölvuþrjóti og henni var lekið á netið, sem skaðaði siðferði liðsins og hægði á þróun.
Half-Life 2 var gefinn út á Steam þann 16. nóvember 2004 og hlaut almenna viðurkenningu. Hann einnig fékk 39 verðlaun fyrir leikur ársins og hefur verið nefndur sem einn besti leikur sem gerður hefur. Hann var færður yfir á Xbox, Xbox 360, PlayStation 3, macOS og Linux. Árið 2011 hafði hann selst í 12 milljónum eintaka. Með leiknum fylgdi ókeypis aukaleikur Lost Coast (2005) og framhaldið Episode One (2006) og framhaldið Episode Two (2007). Árið 2020, eftir að hafa aflýst Episode Three og nokkrum öðrum verkefnum tengt Half-Life, gaf Valve út Half-Life: Alyx.