[go: nahoru, domu]

Fara í innihald

Vallhumall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Vallhumall
Vallhumall nálægt Amiens í Frakklandi
Vallhumall nálægt Amiens í Frakklandi
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
(óraðað) Asteridae
Ættbálkur: Körfublómabálkur (Asterales)
Ætt: Körfublómaætt (Asteraceae)
Ættkvísl: Achillea
Tegund:
A. millefolium

Tvínefni
Achillea millefolium
L., 1753

Vallhumall (fræðiheiti: Achillea millefolium) er fjölær jurt af körfublómaætt. Blómin hvít en stilkurinn og laufin græn. Aðalblómgunartíminn er í júlí. Hæð plöntunnar er 10 - 50 sentimetrar. Vallhumall er algengur um allt norðurhvel jarðar.

Vallhumall er frekar algeng planta á Íslandi og vex að mestu á Norðausturlandi og Suðvesturlandi. Kjörlendi plöntunnar er valllendi. Plantan dreifir sér ekki vel á hálendi en á Norðausturlandi eru nokkur dæmi um að hún finnist ofar en 500 metra fyrir ofan sjávarmál.

Plantan er oft notuð í alls konar græðandi smyrsl,[1] te og sem bragðbætir í bjór.

Tilvísanir

  1. Home Herbal: Cook, Brew & Blend Your Own Herbs. DK Pub. 2011. ISBN 978-0-7566-7183-9.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.