Bibliotheca Arnamagnæana
Bibliotheca Arnamagnæana (latína: Bókasafn Árna Magnússonar) er ritröð sem Árnasafn í Kaupmannahöfn, Den Arnamagnæanske Samling, gefur út. Í ritröðinnni er fjallað um íslensk og norræn fræði, bæði í útgáfum og fræðilegum ritgerðum. Fyrsta bindið kom út 1941 og 47. bindið árið 2011.
Árið 1956 hófst útgáfa á viðaukabindum (latína: supplementum) í stærra broti, sem eru einkum fyrir mikið myndskreytt verk. Af þeim hafa komið út 7 bindi, um rúnir, tónlist, útskurð o.fl.
Jón Helgason forstöðumaður stofnunarinnar var ritstjóri meðan hans naut við, en síðan hafa Jonna Louis-Jensen, Peter Springborg, Britta Olrik Frederiksen og fleiri annast ritstjórn.
Sum bindin eru greinasöfn, og hafa þau titilinn Opuscula (fleirtala orðsins opusculum eða „smárit“). Þau eru tölusett og mynda ritröð innan ritraðarinnar. Má líta á þau sem tímarit um textafræði, sem kemur út óreglulega.
Tengill
breytaHeimild
breyta- Vefsíða Den Arnamagnæanske Samling.