[go: nahoru, domu]

Björgvin (að fornu Björgyn) (norska: Bergen, Bjørgvin) er næststærsta borg Noregs, staðsett í Hörðalandsfylki í vestur Noregi. Borgin liggur á milli sjö fjalla og er sagt að þar rigni alla daga ársins. Björgvin hefur verið kaupstaður síðan á dögum Ólafs konungs kyrra (d. 1093), og var oft aðsetur konunga áður fyrr. Borgin er næststærsta borg Noregs með um 289.000 íbúa árið 2022. Á stórborgarsvæðinu býr um hálf milljón.

Björgvin
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Upplýsingar
Fylki Hörðaland
Flatarmál
 – Samtals
224. sæti
465 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
2. sæti
288,000
0,62/km²
Bæjarstjóri Marit Warncke
Þéttbýliskjarnar Björgvin
Póstnúmer 5003–5099
Opinber vefsíða

Lega, landafræði og samfélag

breyta

Sveitarfélagið Björgvin þekur 465 ferkílómetra og er á skaganum Bergenshalvøyen við Byfjorden. Átta hverfi eru í borginni: Arna, Bergenhus, Fana, Fyllingsdalen, Laksevåg, Ytrebygda, Årstad, and Åsane.

Umhverfis Björgvin eru sjö fjöll og er hún oft kennd við þau. Lest er upp á Flöyfjellet og er kláfur upp á Ulriken. Hæsta fjallið í sveitarfélaginu er hins vegar Gulfjellet eða 987 metrar.

 
Björgvin á vesturströnd Noregs

Samgöngur

breyta

Bergensbanen leiðin milli Björgvinar og Hönefoss eða Ósló opnaði í byrjun 20. aldar. Léttlestakerfi Björgvinjar var sett á lagginar árið 2010. Fleslandflugvöllurinn er um 18 km frá miðbæ Björgvinar.

Björgvin er syðsti viðkomustaður ferjunnar Hurtigruten sem fer frá Kirkenes í Norður-Noregi.

Söguágrip

breyta

Til er lýsing á Björgvin frá því að Ólafur kyrri fékk heimsókn hóps danskra og norskra krossfara árið 1191 áður en þeir lögðu út á Norðursjó. Lýsing þessi er sú elsta sem til er af borginni:

Bær þessi er frægasti bær þar til lands, prýddur konungs höll og líkneski af hinni heilögu jómfrú. Líkami hinnar heilögu Sunnifu hvílir á upphækkun í dómkirkjunni. Að auki eru klaustur mörg, bæði fyrir munka og nunnur. í bænum býr margt manna og er bærinn auðugur og hefur gnótt allra hluta. Harðfiskur, sem kallast skreið og er svo mikið af þeirri vöru að hvorki er hægt að telja, né meta. Skip og menn koma siglandi frá öllum landshornum, Íslendingar, Grænlendingar, Englendingar, Þjóðverjar, Danir, Svíar, Gotlendingar og margar aðrar þjóðir sem of langt væri upp að telja. Þar eru einnig mikið magn af víni, hunangi, hveiti, góðum klæðum, silfri og öðrum söluvörum og mikil verslun með margvíslega hluti. [1]

Björgvin varð höfuðstaður Noregs snemma á 13. öld. Þá var virkið Bergenhus byggt til að verja höfnina. Þegar Hákon háleggur konungur tók við krúnunni 1299 þá færðist höfuðstaðurinn til Óslóar.

Á 14. öld stofnuðu norður-þýskir kaupmenn (Hansakaupmenn) stöðvar verslunar við Bryggen í höfn Björgvinar. Aðalútflutningsvaran var þurrkaður þorskur frá Norður-Noregi og hlaut borgin einokunarstöðu á útflutningi fisks frá norðurhluta landsins allt til ársins 1789. Á 15. öld léku sjóræningjar borgina grátt og síðar börðust enskir og hollenskir kaupmenn við borgina. Um 1750 lokuðu Hansakaupmenn skrifstofum sínum.

Björgvin var stærsta borg Noregs til um 1830. Margir brunar hafa eyðilagt stóran hluta borgarinnar í gegnum aldirnar. Árið 1702 brann til að mynda um 90% borgarinnar.

Í seinni heimsstyrjöld voru gerðu bandamenn loftárásir á þýskar stöðvar í borginni. Nokkrar andspyrnuhreyfingar störfuðu gegn hernáminu.

 
Björgvin séð frá Fløyen.
 
Verslunarhús Hansakaupmanna við bryggjuna, Bryggen.

Menning

breyta

Íþróttir

breyta

SK Brann er knattspyrnulið borgarinnar og hefur unnið norsku efstu deild 7 sinnum. Íshokkíliðið er Bergen IK. Í handbolta er kvennaliðið Tertnes og Fyllingen karlamegin.

Tónlist

breyta

Þekktasta tónskáld borgarinnar er Edvard Grieg sem samdi þekkt tónverk. Hús hans, Troldhaug, er nú safn.

Í nútíma er borgin þekkt fyrir sveitir eins og Röyksopp og svartmálmssenu með sveitir eins og Enslaved og Borknagar. Einar Selvik úr þjóðlagasveitinni Wardruna fæddist í borginni sem og Sissel Kyrkjebø, sópransöngkona.

Þekkt fólk frá Björgvin

breyta

Vinabæir

breyta

Vinabæir Björgvins eru eftirfarandi:

Tilsvísanir

breyta
   Þessi landafræðigrein sem tengist Noregi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

http://www.ssb.no/aarbok/2009/tab/tab-053.html Geymt 4 nóvember 2011 í Wayback Machine