Komdu inn í kofann minn
„Komdu inn í kofann minn“ er kvæði sem þjóðskáld Davíð Stefánsson frá Fagraskógi birti í tímaritinu Lögbergi árið 1929 undir heitinu „Komdu inn“. Það varð síðar vinsælt en í styttri útgáfu, sem sönglag á Íslandi við tónlist ungverska tónskáldsins Emmerich Kálmán.
Kvæðið „Komdu inn“
breyta- Komdu inn í kofann minn,
- er kvölda og rökkva fer.
- Þig skal aldrei iðra þess,
- að eyða nótt hjá mér.
- Við æfintýraeldana
- er ýmislegt að sjá,
- og glaður skal ég gefa þér
- alt gullið, sem ég á,
- tíu dúka tyrkneska
- og töfraspegla þrjá,
- níu skip frá Noregi
- og naut frá Spaníá,
- austurlenzkan aldingarð
- og íslenzkt höfuðból,
- átta góða gæðinga
- og gyltan burðarstól
- fjaðraveifu fannhvíta
- og franskan silkikjól,
- eyrnahringi, ennisspöng
- og alabastursskrín,
- hundrað föt úr fílabeini
- full með þrúguvín,
- og lampa þann, sem logaði
- og lýsti Aladín,
- kóraninn í hvítu bandi
- og kvæðin eftir Poe,
- myndastyttu meitlaða
- af Michelangelo,
- alla fugla fljúgandi
- og fiska alla í sjó,
- rúnakefli, reykelsi
- og ríki mitt og lönd,
- indversk blóm, egypsk smyrsl,
- ítölsk perlubönd
- og róðukross úr rauðavið,
- sem rak á Galmarsströnd.
- Komdu inn í kofann minn,
- er kvölda og skyggja fer.
- Alltaf brennur eldurinn
- á arninum hjá mór.
- Ég gleymdi einni gjöfinni
- og gettu, hver hún er.“
- (Höf. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Um kvæðið og notkun þess
breytaÍ upprunalega kvæðinu fullyrðir þjóðskáldið að sá iðrist aldrei sem komi og verji nótt með sér. Skáldið segist glaður muni gefa allt það gull sem hann á. Meira að segja „...róðukross úr rauðavið, sem rak á Galmarsströnd.“ Betra verður vart boðið. Galmarsströnd var þjóðskáldinu kær, enda við Fagraskóg uppeldistöðvar hans. Galmarsströnd liggur nær miðjum Eyjafirði að vestanverðu. Þar hefur lengi verið þéttbýlt, enda ströndin grasgefin og gjöfull sjór á aðra hlið en há fjöll á hina með góða af rétt.
Hið „íslenzka höfuðból“ sem Davíð nefnir er án efa bærinn hans Fagraskógur.
Í nútímasöngútgáfu kvæðisins hefur einnig endingu kvæðisins gjarnan verið breytt: Í stað „Ég gleymdi einni gjöfinni, og gettu, hver hún er,“ er komið „Ég gleymdi einni gjöfinni. Ég gleymdi sjálfum mér.“
Sönglagið
breytaLagið sem kvæðið er sungið við er eftir ungverska tónskáldið og gyðinginn Emmerich Kálmán (24. október 1882 – 30. október 1953). Hann varð þekktur á að semja óperettur. Fæddur sem Imre Koppstein í bænum Siófok á suðurströnd Balatonvatns í Ungverjalandi (þá Austuríska Ungverska Keisaradæmisins.)
Lagið er fengið úr óperettunni „Sardasfurstynjunni“ (Die Csárdásfürstin á þýsku eða A Csárdáskirálynő á ungversku hefur verið þýtt á ensku sem „The Riviera Girl“ eða „The Gipsy Princess“). Þaðp er óperetta í þremur hlutum sem frumflutt var í Vínarborg í Johann Strauss leikhúsinu þann 17. nóvember 1915. Óperettan er þekktasta verk Kálmáns.
Sögusvið óperettunnar er hnignandi aðalsveldi Búdapest og Vínarborgar skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Sígaunastúlkan Silva Varescu tónlistarkona er að leggja upp í langferð til Ameríku. Þrír kunningjar af aðalsættum þeir, Edwin, Feri og Boni vilja að hún fari hvergi. Edwin, óvitandi að foreldrar hans hafa nú þegar ákveðið honum hjónaband í Vín, vill giftast Silvu. Síðan taka ástarmálin að flækjast. Síðan kemur í ljós að móðir Edwin er einnig fyrrum kabarettstjarna. Að lokum flýja þau stigvaxandi stríðsátök og fara til Ameríku.
Óperettan Sardasfurstynjan, eftir Emmerich Kálmán var flutt í Íslensku óperunni í febrúar 1993, undir leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. Hljómsveitarstjóri var Páll P. Pálsson.
Vinsældir
breytaKvæðið við lag Emmerich Kálmán hefur notið mikilla vinsælda. Eftirtaldir hafa sungið kvæðið inn á plötur eða hljómdiska.
- Örvar Kristjánsson harmonikkuleikari spilaði og söng kvæðið inn á disk. Hér er „Komdu inn í kofann minn“ í útgáfu hans.
- KK og Magnús Eiríksson sungu listavel „Komdu inn í kofann minn“ á disknum „22 Ferðalög“ sem gefinn var út 2003 af Sonet.
- Afabandið sögn kvæðið á plötunni „Afar flottir“ sem útgáfufélagið SHJ gaf út árið 2006.
- Aðrir?
Heimildir
breyta- Davíð Stefánsson þjóðskáld: Kvæðið „Komdu inn“[óvirkur tengill], birt í Lögbergi, 52. tbl., bls. 3, 26. desember 1929.
- Hér eru lag Emmerich Kálmán fyrir gítargrip[óvirkur tengill].
- Morgunblaðið: Jón Ásgeirsson gagnrýnir flutning Íslensku óperunnar á "Sardasfurstynjunni" eftir Emmerich, Sunnudaginn 21. febrúar, 1993.