[go: nahoru, domu]

Lu Xun (25. september 188119. október 1936) var kínverskur höfundur smásagna, ritstjóri, þýðandi, gagnrýnandi og skáld. Hann er talinn meðal merkari kínverskra rithöfunda á 20. öld.

Kínverski rithöfundurinn Lu Xun er talinn meðal merkari rithöfundum Kínverja á 20. öld.

Lu Xun (í hefðbundinni kínversku: 鲁迅;) eða Lu Hsün var rithöfundarnafn Zhou Shuren (周树 人). Hann fæddist 25. september 1881 í Shaoxing, Zhejiang héraði í Kína. Árið 1902 ferðaðist hann til Japans á að opinberum námsstyrk, til að nema við læknaskólann í Sendai. Áhugi á bókmenntum varð yfirsterkari og hann sneri aftur til Kína, þar sem hann gaf út þýðingar á nokkum ritverkum Vesturlanda. Hann starfaði um tíma í menntamálaráðuneytinu í Beijing. Á árunum 1918-26 samdi hann 25 sögur á kínversku.

Meðal verka hans eru Dagbók brjálæðings (1918), um mann sem trúir því að hann sé fangi mannæta, Hin sanna saga Ah Q (1921-22), sem segir af bónda sem sér árangur í eigin vanhæfni, jafnvel allt til aftöku hans, sagan er gagnrýni á þáverandi þjóðernishyggju og sterka tilhneigingu afneita þeim kalda veruleika sem við kínverjum blasti, og Nýársfórnin (1924), sem lýsir kúgun kvenna. Frá 1926 skrifaði Lu háðsádeiluritgerðir og starfaði sem yfirmaður (og einn stofnenda) samtaka vinstri sinnaðra rithöfunda í Shanghai.

Lu Xun er talinn af mörgum vera frumkvöðull kínverskra nútímabókmennta. Honum hefur gjarnan verið skipað á bekk með þeim rithöfundum sem þóknanlegir voru stjórn kommúnista eftir 1949. Mao Zedong var aðdánandi verka Lu Xun. En þó að Lu Xun hafi haft samúð með hugsjónum á vinstri væng stjórnmálanna gekk hann aldrei til liðs við Kínverska kommúnistaflokkinn.

Lu Xun lést úr berklum 19. október 1936.

Tenglar

breyta