[go: nahoru, domu]

Veðurstofa Íslands

Íslensk ríkisstofnun er sinnir veðurspám og veðurathugunum
(Endurbeint frá Veðurstofan)

Veðurstofa Íslands eða Veðurstofan er opinber stofnun sem annast meðal annars veðurþjónustu og útgáfu veðurspáa fyrir Ísland.

Eyjafjallajökull 2010, kort og teikning frá veðurstofunni.

Auk þess að gefa út veðurspár, eru þar unnar rannsóknir á sviði veðurfræði og annarra fræðigreina er tengjast starfssviði hennar. Veðurstofan sér um viðvörunarþjónustu vegna veðurs, snjóflóða, jarðskjálfta, vatnafars og hafíss.[1] Starfsemi hennar skiptist í fjögur svið: eftirlit og spásvið, úrvinnslu og rannsóknasvið, athugana og tæknisvið og rekstrarsvið. [2] Stofnunin heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið[1].

Veðurstofan var stofnuð 1. janúar 1920 sem deild í Löggildingarstofunni en varð sjálfstæð stofnun árið 1925 þegar Löggildingarstofan var lögð niður. Starfsemi Veðurstofu Íslands hinnar eldri var sameinuð Vatnamælingum í nýrri stofnun sem tók til starfa 1. janúar 2009.

Í tilefni af 80 ára afmæli Veðurstofunnar var bókin Saga Veðurstofu Íslands, skrifuð af Hilmari Garðarssyni, gefin út af Máli og mynd haustið 2000.

Veðurstofustjórar

breyta

Tilvísanir

breyta

Lesefni

breyta
  • Hilmar Garðarsson: Saga Veðurstofu Íslands (2000)

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.