Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands eða Veðurstofan er opinber stofnun sem annast meðal annars veðurþjónustu og útgáfu veðurspáa fyrir Ísland.
Auk þess að gefa út veðurspár, eru þar unnar rannsóknir á sviði veðurfræði og annarra fræðigreina er tengjast starfssviði hennar. Veðurstofan sér um viðvörunarþjónustu vegna veðurs, snjóflóða, jarðskjálfta, vatnafars og hafíss.[1] Starfsemi hennar skiptist í fjögur svið: eftirlit og spásvið, úrvinnslu og rannsóknasvið, athugana og tæknisvið og rekstrarsvið. [2] Stofnunin heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið[1].
Saga
breytaVeðurstofan var stofnuð 1. janúar 1920 sem deild í Löggildingarstofunni en varð sjálfstæð stofnun árið 1925 þegar Löggildingarstofan var lögð niður. Starfsemi Veðurstofu Íslands hinnar eldri var sameinuð Vatnamælingum í nýrri stofnun sem tók til starfa 1. janúar 2009.
Í tilefni af 80 ára afmæli Veðurstofunnar var bókin Saga Veðurstofu Íslands, skrifuð af Hilmari Garðarssyni, gefin út af Máli og mynd haustið 2000.
Veðurstofustjórar
breyta- Þorkell Þorkelsson, 1920-1946
- Teresía Guðmundsson, 1946-1963
- Hlynur Sigtryggsson, 1963-1989
- Páll Bergþórsson, 1989-1993
- Magnús Jónsson, 1994-2008
- Árni Snorrason, 2009-2023
- Hildigunnur H.H. Thorsteinsson, 2023-
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Starfsáherslur Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands. Skoðað 18 ágúst 2020.
- ↑ Skipurit Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands. Skoðað 18 ágúst 2020.
Lesefni
breyta- Hilmar Garðarsson: Saga Veðurstofu Íslands (2000)