John Lydon
Æska
John Joseph Lydon er fæddur 31. Janúar 1956 í London á Englandi. John ólst upp í félagsmálaíbúð í Finsbury Park ásamt írskum foreldrum sínum og þremur yngri bræðrum. Þau voru kaþólikkar. Þegar Johnny var 7 ára fékk hann heilahimnubólgu sem orsakaði það að hann var í dái í hálft ár og þegar hann vaknaði mundi hann ekkert frá sínu fyrra lífi. Heilahimnubólgan og dáið ullu því að hann varð á eftir í skóla og gáfu honum einnig þetta starandi augnaráð sem seinna varð nokkurs konar einkenni hans. Oftar en einu sinni var honum vísað úr skóla fyrir "ruddalega" og (of) hreinskilna framkomu eða einfaldlega klippinguna sem hann var með. Hann kom sér auðveldlega í vandræði og var viðriðinn ýmsa smáglæpi.
Tímabil hans í Sex Pistols
John var oft í búð Malcolm McLaren, SEX, (sem var eins konar kynlífsleiktækja/hjálpartækja-búð) sem var að reyna að koma nýrri hljómsveit sem kallaðist Sex Pistols á kortið. Hann tók eftir Johnny þegar hann var í Pink Floyd bol sem krassað var á fyrir ofan 'Pink Floyd', orðin "I hate". McLaren bauð Johnny að koma í áheyrnarpróf sem hann fór í og söng Eighteen eftir Alice Cooper ásamt glymskrattanum. Johnny var fljótt gefið sviðsnafnið Rotten út af því hversu hræðilegar tennurnar í honum voru (og eru).
Sex Pistols gáfu út lagið "God Save the Queen" á silfurvaldaafmæli Elísabetu Drottningar II árið 1977. Þetta lag olli svo mikilli ringulreið og reiði almennings að eitt sinn var ráðist á Johnny úti á götu og hníf var stungið í löppina á honum, öðrum nánast í gegnum hendina og hann skorinn í andlitið með glerbroti. Það fyrsta sem gert var þegar hann kom á sjúkrahúsið var að hringja í lögregluna svo að hægt væri að kæra hann fyrir upptök af átökum.
Johnny samdi texta nokkurra laga sveitarinnar s.s. Anarchy In the U.K., No Fun og Liar. Hann var eini söngvari hljómsveitarinnar og spilaði ekki á hljóðfæri.
Johnny mælti með vini sínum John Simon Ritchie-Beverly (Sid Vicious) sem bassaleikara þegar Glen Matlock yfirgaf Sex Pistols. það var einmitt Johnny sem nefndi hann Sid Vicious eftir hamstrinum sínum (Sid the Vicious) sem beit Ritchie.
Árið 1978 hættu Sex Pistols starfsemi.
Public Image Ltd.
1978 stofnaði John hljómsveitina Public Image Limited, sem entist í fjórtán ár. Sveitin var lofuð fyrir "mér er alveg sama hvað þér finnst" viðhorfið og hversu tónlistin þeirra var öðruvísi.
Framkoma hljómsveitarinnar í sjónvarpsþættinum American Bandstand er orðin að hálfgerðri goðsögn, en Rotten gafst upp á að mæma (e. miming/ lipsync) og fór bara af sviðinu og dansaði með áhorfendum í staðinn. Hljómsveitinni gekk ágætlega á breskum vinsældalistum en var oft slegin niður af endurútgefnum Sex Pistols lögum.
John Lydon í seinni tíð
John hefur tekist á við ýmis verkefni í seinni tíð. Hann hefur meðal annars komið fram í heimildamyndinni The Sex Pistols: The filth and the fury. Hann lék einnig í myndinni Copkiller þar sem hann fór með hlutverk geðbilaðs ríks "drengs".
John hefur komið fram í fleiri myndum og þáttum sem verða taldir upp hér:
I'm a celebrity, get me out of here!
John gaf út ævisögu sína Rotten: No Irish, No Blacks, No Dogs árið 1994.
Diskar sem John Lydon hefur verið á eða gefið út:
Never Mind The Bollocks, Here's The Sex Pistols (Sex Pistols)(Virgin, 1977)
First Issue (Public Image Ltd.) (Virgin, 1978)
The Great Rock 'N' Roll Swindle (Sex Pistols) (Virgin, 1979)
Metal Box (Public Image Ltd) (Virgin, 1979 & 2006)
Some Product - Carri On Sex Pistols (Sex Pistols)(Virgin, 1979)
Second Edition (Public Image Ltd.) (Virgin, 1980)
Paris Au Printemps (Public Image Ltd) (Virgin, 1980)
Flowers Of Romance (Public Image Ltd) (Virgin, 1981)
Live In Tokyo (Public Image Ltd) (Virgin, 1983)
Commercial Zone (Public Image Ltd) (PiL Records, 1983)
This Is What You Want...This Is What You Get (Public Image Ltd) (Virgin, 1984)
Album (Public Image Ltd) (Virgin, 1986)
Happy? (Public Image Ltd) (Virgin, 1987)
9 (Public Image Ltd) (Virgin, 1989)
The Greatest Hits So Far (Public Image Ltd) (Virgin, 1990)
That What Is Not (Public Image Ltd) (Virgin, 1992)
Kiss This (Sex Pistols) (Virgin, 1992)
Never Mind The Bollocks / Spunk (Sex Pistols) (Virgin, 1996)
Filthy Lucre Live (Sex Pistols) (Virgin, 1996)
Psycho's Path (John Lydon) (Virgin, 1997)
The Filth And The Fury (Sex Pistols) (Virgin, 2000)
Jubilee (Sex Pistols) (Virgin, 2002)
Sex Pistols Box Set (Sex Pistols) (Virgin, 2002)
The Best Of British £1 Notes (John Lydon, Public Image Ltd & Sex Pistols) (Virgin/EMI, 2005)
John er giftur Nora Forrester og eiga þau engin börn.
Tenglar