Viðar Örn Kjartansson
Viðar Örn Kjartansson er íslenskur atvinnumaður í knattspyrnu sem spilar sem framherji hjá KA á Akureyri. Viðar Örn er fæddur á Selfossi og spilaði með með félaginu upp alla yngri flokkana ásamt því að spila fyrir meistarflokk liðsins. Viðar hefur einnig spilað fyrir ÍBV, Fylki, norska liðið Vålerenga, ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv og kínverska liðið Jiangsu Guoxin-Sainty.
Viðar Örn Kjartansson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Viðar Örn Kjartansson | |
Fæðingardagur | 11. mars 1990 | |
Fæðingarstaður | Selfoss, Ísland | |
Hæð | 1.87cm | |
Leikstaða | Framherji | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | KA | |
Númer | 24 | |
Yngriflokkaferill | ||
Selfoss | ||
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2006-2008 | Selfoss | 45 (12) |
2009 | ÍBV | 17 (2) |
2010-12 | Selfoss | 55 (26) |
2013 | Fylkir | 22 (13) |
2014 | Vålerenga | 29 (25) |
2015 | Jiangsu Guoxin-Sainty | 28 (9) |
2016 | Malmö FF | 20 (14) |
2016-2018 | Maccabi Tel Aviv | 63 (32) |
2018-2019 | FC Rostov | 8 (0) |
2019 | Lán→Hammarby | 14 (7) |
2019 | Lán→ Rubin Kazan | 16 (1) |
2020 | Lán→Yeni Malatyaspor | 15 (2) |
2020- | Vålerenga | 6 (7) |
Landsliðsferill2 | ||
2006-2007 2008 2014-2018, 2019- |
Ísland U17 Ísland U19 Ísland |
8 (4) 2 (0) 28 (4) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Knattspyrnuferill
breyta2006-08: Selfoss
breytaViðar Örn hóf knattspyrnuferilinn hjá uppeldisfélagi sínu Selfoss árið 2006. Hann spilaði sinn fyrsta opinbera meistaraflokks leik gegn Dalvík/Reynir í deildarbikarnum 18. mars 2006, þá nýorðin 16. ára, þegar að hann kom inná sem varamaður á 61. mínútu.[1] Viðar skoraði sín fyrstu mörk fyrir félagið í leik gegn KFS í deildarbikarnum 8. apríl. Hann skoraði tvö mörk í seinni hálfleik eftir að hafa komið inná sem varamaður á 46. mínútu.[2] Viðar spilaði sinn fyrsta leik í íslandsmóti 21. maí 2006 þegar að hann kom inná sem varamaður í leik gegn Völsungi.[3] Viðar spilaði í heildina 12 leiki þetta sumar, flesta sem varamaður, og skoraði 4 mörk. Á lokahófi liðsins í september 2006 var Viðar Örn valinn efnilegasti leikmaður liðsins.[4]
Í febrúar 2007 fór Viðar Örn á reynslu til Leicester City. Ekkert varð úr því að liðið semdi við selfyssinginn þrátt fyrir að menn innan félagsins hafi litist vel á hann.[5] Sumarið 2007 var Viðar Örn farinn að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu hann var þó að mestu varamaður í deildinni en var í byrjunarliðiðinu í öllum bikarleikjum liðsins. Selfoss liðið endaði tímabilið í 2. sæti deildarinnar og vann sér inn sæti í 1. deild.[6] Viðar spilaði 24 leiki og skoraði 4 mörk.
Viðar Örn braut sér leið inní byrjunarlið Selfoss árið 2008. Hann tók þátt í öllum 29 leikjum liðsins, 28 í byrjunarliðinu, í deild, bikar og deildabikar og skoraði í þeim 11 mörk. Selfoss liðið endaði tímabilið í 3. sæti einu stigi á eftir Stjörnunni og rétt missti af sæti í Úrvalsdeildinni.[7] Þrátt fyrir vonbrigðin að komast ekki í Úrvalsdeildina hafði Viðar Örn ástæðu til að fagna en hann var kjörin efnilegasti leikmaður 1. deildar karla af þjálfurum og fyrirliðum liðanna í 1. deildinni.[8]
2009: ÍBV
breytaHaustið 2008 samdi Viðar Örn við nýliða ÍBV í Úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir fyrirspurnir frá öðrum liðum var ÍBV númer eitt hjá Viðari.[9] Fyrsti keppnisleikur Viðars fyrir ÍBV var gegn Þrótti R. 21. febrúar 2009 í Lengjubikarnum. Viðar var í byrjunarliðinu og skoraði sitt fyrsta mark þegar að hann kom liðinu í 1-0.[10] Viðar Örn hóf íslandsmótið sem byrjunarliðsmaður en eftir erfiða byrjun eyjamanna, 4 töp í fyrstu 4 leikjunum, mátti Viðar þola bekkjarsetu megnið af sumrinu. Í leik gegn FH í 20. umferð íslandsmótsins sleit Viðar krossband eftir samstuð við Gunnar Sigurðsson leikmann FH. Viðar þurfti að undirgangast aðgerð og missti af seinustu tveimur leikjum ÍBV í deildinni.[11] Viðar endaði sumarið sem einn markahæsti leikmaður eyjamanna í öllum keppnum með 6 mörk, þrjú þeirra í Lengjubikarnum.
2010-12: Selfoss
breytaViðar Örn samdi að nýju við uppeldisfélag sitt Selfoss í maí 2010.[12] Selfyssingar voru þá nýliðar í Úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið 1. deildina 2009. Vegna krossbandsslita sumarið áður lék Viðar Örn ekki með selfyssingum fyrr en í 7. umferð íslandsmótsins í útileik gegn Val.[13] Sumarið fór að mestu í það að ná sér að fullu af meiðslunum og spilaði Viðar að mestu sem varamaður. Honum tókst þó að enda sumarið með 12 leiki og 3 mörk en Selfoss endaði sumarið í neðsta sæti deildarinnar og urðu að sætta sig við fall.[14]
Eftir að hafa náð sér að fullu af meiðslunum kom Viðar Örn sterkur inní tímabilið 2011. Hann byrjaði alla leiki liðsins í deild og bikarkeppnum og átti stóran þátt í því að liðið tryggði sér annað sætið í deildinni og sæti í Úrvalsdeildinni 2012.[15] Viðar skoraði 21 mark í 31 leik þar af 16 í deildinni sem að tryggði honum silfurskóinn, þremur mörkum á eftir Sveinbirni Jónassyni leikmanni Þróttar R. en einu marki betur en Hjörtur Hjartarson leikmaður ÍA.[16]
Sumarið 2012 hélt Viðar Örn áfram að skora mörk fyrir Selfoss liðið. Liðið var fallbaráttu allt sumarið og þrátt fyrir góða baráttu endaði liðið í næst neðsta sæti og féll niður í 1. deildina.[17] Vegna smávægilegra hnémeiðsla missti Viðar Örn af nokkrum leikjum í Lengjubikarnum og byrjaði tímabilið á bekknum. Viðar var þó á sínum stað í byrjunarliðinu í 4. umferð gegn Fram og skoraði sitt fyrsta deildarmark það sumar.[18] Hann endaði sumarið með 7 deilarmörk.[19]
2013: Fylkir
breytaEftir tímabilið 2012 var ljóst að Viðar Örn myndi róa á önnur mið og var þó nokkur áhugi liða í Úrvalsdeildinni. Fljótt var ljóst að tvö lið voru í samkeppni um að semja við leikmanninn, ÍA og Fylkir, en á endanum, eftir að ÍA hafði dregið sig úr viðræðum við Viðar, samdi hann við Fylki í febrúar 2013.[20] Þetta áttu eftir að verða frábær kaup fyrir fylkismenn. Viðar byrjaði vel fyrir sitt nýja félag og skoraði 5 mörk í fyrstu 3 leikjum sínum fyrir félagið.[21] Í deildinni fór Viðar Örn einnig vel af stað og stimplaði sig strax inní baráttuna um gullskóinn með tveimur mörkum í fyrstu tveimur leikjunum. Viðar Örn var efstur með 12 mörk fyrir seinustu umferðina[22] enn þrátt fyrir mark í seinasta leik gegn ÍA þurfti hann að lúta í lægra haldi fyrir Atla Viðari Björnssyni leikmanni FH og Gary Martin leikmanni KR. Allir höfðu þeir skorað 13 mörk en Viðar Örn hafði spilað meira en báðir leikmennirnir og þurfti því að sætta sig við bronsskóinn.[23] Í lok tímabilsins var Viðar Örn valinn leikmaður ársins hjá Fylki ásamt því að vera valin í úrvalslið íslandsmótsins hjá Fótbolti.net.[24][25]
2014: Vålerenga
breytaStrax eftir tímabilið 2013 fór að bera á áhuga að utan í Viðar Örn. Viðar fór til reynslu hjá bæði Vålerenga í Noregi og stórliði Celtic í Skotlandi.[26] Viðar stóð sig vel hjá báðum liðum, skoraði meðal annars þrennu í æfingaleik með Vålerenga.[27] Svo fór að Vålerenga lagði fram 19 milljóna króna tilboð í Viðar Örn sem að Fylkir samþykkti. Viðar gekk í raðir Vålerenga 19. desember 2013.[28] Viðar fór vel af stað með Vålerenga og vann sér fljótt sæti í byrjunarliðinu. Hann skoraði til að mynda þrennu í æfingaleik gegn Strømsgodset og tvö í æfingaleik gegn Stabæk.[29][30] Eftir gott undirbúningstímabil kom Viðar Örn eins og stormsveipur inní norsku úrvalsdeildina og eftir að mótið var hálfnað var Viðar lang markahæsti leikmaður deildarinnar með 13 mörk í 15 leikjum auk þess að hafa skorað 6 mörk í 4 bikarleikjum.[31] Í umferðum 16-23 skoraði Viðar Örn 11 mörk þar á meðal þrennu gegn bæði Viking og Haugesund.[32][33] Þrátt fyrir að skora einungis 1 mark í seinustu 7 umferðunum þá endaði Viðar tímabilið sem lang markahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk, 10 mörkum betur en næsti maður. Mörkin 25 voru þar að auki félagsmet hjá Vålerenga en fyrra metið var 23 mörk.[34]Viðar endaði tímabilið með 31 mark í 33 leikjum. Viðar Örn sópaði til sín verðlaunum að tímabili loknu auk gullskósins. Hann var valinn besti sóknarmaður ársins í Noregi, Nettavisen valdi hann besta leikmann ársins og Verdens Gang valdi hann í lið ársins.[35]
Mikill áhugi var á Viðar Erni bæði á meðan að leiktímabilinu stóð og eftir það. Tvö tilboð komu inná borð Vålerenga frá þýskum liðum en var þeim báðum hafnað.[36] Einnig var mikill áhugi frá Englandi (Sheffield United), Hollandi (Heerenveen), Frakklandi (Bordeaux og Monakó), Spáni og Rússlandi. Þrátt fyrir áhugan skrifaði Viðar undir nýjan 4ja ára samning í nóvember 2014.[37]
2015: Jiangsu Guoxin-Sainty
breytaÞrátt fyrir að hafa skrifað undir nýjan samning í nóvember 2014 þá gekk Viðar Örn í raðir kínverska liðsins Jiangsu Guoxin-Sainty í janúar 2015.[38] Kaupverðið var talið vera um 3.5 milljónir evra og var samningurinn til þriggja ára. Viðar fór ágætlega af stað með Jiangsu Guoxin-Sainty og skoraði sitt fyrsta mark 7. mars.[39] Viðar spilaði að mestu í byrjunarliðinu en liðið sigldi lygnan sjó um miðja deild allt tímabilið og endaði í 9. sæti deildarinnar. Liðinu gekk þó mun betur í bikarkeppninni og fór alla leið í úrslita einvígið gegn Shanghai Greenland Shenhua. Eftir 0-0 jafntefli í fyrri leiknum tókst Jiangsu Guoxin-Sainty að tryggja sér sigur í framlengingu í seinni leiknum sem einnig hafði endað með 0-0 jafntefli. Viðar var á sínum stað í byrjunarliðinu í báðum leikjunum, hann hafði skoraði 4 mörk á leið Jiangsu Guoxin-Sainty í úrslita einvígið.[40] Viðar Örn endaði tímabilið með 13 mörk í deild og bikar.
Líkt og veturna á undan var áhugi fyrir Viðar Erni mikill og vegna reglna í Kína um útlendinga höfðu eigendur Jiangsu Guoxin-Sainty hug á að selja Viðar til að losa um fyrir aðra erlenda leikmenn.[41]
2016 : Malmö FF
breytaEftir að hafa verið orðaður við nokkur lið, þar á meðal Trabzonspor í Tyrklandi, Wolves á Englandi og AGF í Danmörku,[42] þá gekk Viðar Örn til liðs við Malmö FF 27. janúar 2016.[43] Viðar spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir liðið í sigri gegn IK Sirius í sænska bikarnum 20. febrúar.[44] Hann skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir félagið 28. febrúar í bikarsigri gegn Ängelholms FF.[45]
Maccabi Tel Aviv
breytaÍ ágúst 2016 fór Viðar til Maccabi Tel Aviv í Ísrael.
Landsliðsferill
breytaU-17
breytaViðar Örn á að baki 8 leiki með U-17 ára liði Íslands. Hann var í hópnum sem að endaði í 3. sæti í A riðli á Norðurlandamótinu 2006.[46] Viðar var markahæstur íslendingana með 3 mörk í 3 leikjum.[47] Viðar Örn var að auki valin í U-17 hópinn sem að tók þátt í undankeppninni og milliriðlunum fyrir evrópumót U-17 árið 2007.[48] Viðar skoraði 1 mark í undankeppninni gegn Litháen. Liðið toppaði riðilinn sinn í milliriðlunum og komst á lokakeppnina.[49]
U-19
breytaViðar Örn var valin í U-19 landsliðið sem spilaði tvo æfingaleiki gegn Norður-Írlandi í september 2008. Báðir leikirnir töpuðust 2-0 og kom Viðar inná sem varamaður í báðum leikjunum.[50][51]
A-landslið
breytaViðar Örn var fyrst valinn í hópinn fyrir æfingaleiki gegn Austurríki og Eistlandi maí og júní 2014 og spilaði sinn fyrsta leik þegar að hann var í byrjunarliðinu gegn Austurríki 30. maí.[52] Viðar Örn spilaði þrjá leiki í undankeppninni fyrir EM 2016 gegn Tyrklandi heima og úti og Kasakstan heima.[53] Fyrsta landsliðsmark Viðars kom í æfingaleik gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum 16. janúar 2016.[54]
Viðar ákvað að hætta með landsliðinu árið 2018 en sneri svo aftur 2019. Hann skoraði fyrsta mark Íslands á Parken árið 2020 síðan 1967 þegar Hermann Gunnarson skoraði í 14-2 tapi.
Tölfræði
breytaÞessa grein þarf að uppfæra. Ástæða gefin: úreltar tölur. |
Tölfræði uppfærð 26. apríl 2016.[55][56]
Ísland | Deild | Bikar | Deildabikar | Evrópa | Heild | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Tímabil | Lið | Deild | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk |
2006 | Selfoss | 2. deild | 7 | 2 | 1 | 0 | 4 | 2 | - | - | 12 | 4 |
2007 | 16 | 2 | 2 | 0 | 6 | 2 | - | - | 24 | 4 | ||
2008 | 1. deild | 22 | 8 | 2 | 2 | 5 | 1 | - | - | 29 | 11 | |
2009 | ÍBV | Úrvalsdeild | 17 | 2 | 2 | 1 | 5 | 3 | - | - | 24 | 6 |
2010 | Selfoss | 12 | 3 | - | - | - | - | - | - | 12 | 3 | |
2011 | 1. deild | 22 | 16 | 2 | 1 | 7 | 4 | - | - | 31 | 21 | |
2012 | Úrvalsdeild | 21 | 7 | 3 | 1 | 3 | 3 | - | - | 27 | 11 | |
2013 | Fylkir | 22 | 13 | 3 | 5 | 6 | 5 | - | - | 31 | 23 | |
139 | 53 | 15 | 10 | 36 | 20 | 0 | 0 | 190 | 83 | |||
Noregur | Deild | Bikar | Deildabikar | Evrópa | Heild | |||||||
Tímabil | Lið | Deild | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk |
2014 | Vålerenga | Tippeligaen | 29 | 25 | 4 | 6 | - | - | - | - | 33 | 31 |
29 | 25 | 4 | 6 | 0 | 0 | 0 | 0 | 33 | 31 | |||
Kína | Deild | Bikar | Super Cup | Asía | Heild | |||||||
Tímabil | Lið | Deild | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk |
2015 | Jiangsu Guoxin-Sainty | Chinese Super League | 28 | 9 | 7 | 4 | - | - | - | - | 35 | 13 |
28 | 9 | 7 | 4 | 0 | 0 | 0 | 0 | 35 | 13 | |||
Svíþjóð | Deild | Bikar | Supercupen | Evrópa | Heild | |||||||
Tímabil | Lið | Deild | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk |
2016 | Malmö FF | Allsvenskan | 4 | 0 | 5 | 3 | 0 | 0 | 0 | 0 | 9 | 3 |
4 | 0 | 5 | 3 | 0 | 0 | 0 | 0 | 9 | 3 | |||
Leikjaferill Heild | 200 | 87 | 31 | 23 | 36 | 20 | 0 | 0 | 267 | 130 |
Verðlaun
breytaFélagslið
breyta- Bikarmeistari: 2015
Tilvísanir
breyta- ↑ „DB karla - B deild R3 - Selfoss-Dalvík/Reynir“. www.ksi.is Sótt 22. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=125724
- ↑ „DB karla - B deild R3 - KFS-Selfoss“. www.ksi.is Sótt 22. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=125716
- ↑ Völsungur. „2. deild karla - Völsungur-Selfoss“. www.ksi.is Sótt 22. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=126826
- ↑ „Lokahóf hjá Reyni S, Selfossi og Skallagrími“. www.fotbolti.net Sótt 22. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=39660
- ↑ „Leicester hrifnir af frammistöðu Viðars Arnar“. www.fotbolti.net Sótt 22. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=45225
- ↑ „Íslandsmót - 2. deild karla“. www.ksi.is Sótt 22. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14846
- ↑ „Íslandsmót - 1. deild karla“. www.ksi.is Sótt 22. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=16790
- ↑ „Viðar Örn: Ég hefði getað skorað tíu mörk í viðbót“. www.fotbolti.net Sótt 22. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=67186
- ↑ „Viðar Örn Kjartansson: Erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=69506
- ↑ „Lengjubikar karla - A deild R4 - Þróttur - ÍBV“. www.ksi.is Sótt 23. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=201748
- ↑ „Viðar Örn með slitið krossband eftir allt saman“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=81497
- ↑ „Viðar Örn Kjartansson í Selfoss (Staðfest)“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=91201
- ↑ „Pepsi-deild karla - Valur-Selfoss“. www.ksi.is Sótt 23. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=229466
- ↑ „Pepsi-deild karla 2010“. www.ksi.is Sótt 23. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=19847&Rodun=U
- ↑ „1. deild karla 2011“. www.ksi.is Sótt 23. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=23426&Rodun=U
- ↑ „Markahæstu menn - 1. deild karla 2011“. www.ksi.is Sótt 23. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/markahaestu-leikmenn/?Mot=23426 Geymt 8 nóvember 2011 í Wayback Machine
- ↑ „Pepsi-deild karla 2012“. www.ksi.is Sótt 23. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=26463&Rodun=U
- ↑ „Pepsi-deild karla - Fram-Selfoss“. www.ksi.is Sótt 23. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=287533
- ↑ „Markahæstu menn - Pepsi-deild karla 2012“. www.ksi.is Sótt 23. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/markahaestu-leikmenn/?Mot=26463 Geymt 4 nóvember 2012 í Wayback Machine
- ↑ „Viðar Örn Kjartansson í Fylki (Staðfest)“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=142057
- ↑ „Viðar Örn með fimm mörk í þremur leikjum: Er yfirvegaðri“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=142810
- ↑ „Markahæstir á Íslandi - Barist um gullskóinn á laugardag“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=153781
- ↑ „Markahæstu menn - Pepsi-deild karla 2013“. www.ksi.is Sótt 23. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/markahaestu-leikmenn/?Mot=29465 Geymt 27 september 2013 í Wayback Machine
- ↑ „Lokahóf hjá Fylki, Elliða og Kormáki/Hvöt“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=155744
- ↑ „Úrvalslið ársins: Fjórir frá Íslandsmeisturunum“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=154222
- ↑ „Hólmbert og Viðar æfa með Celtic“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=155750
- ↑ „Viðar Örn skoraði þrjú fyrir Vålerenga í æfingaleik“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=154770
- ↑ „Viðar Örn til Valerenga (Staðfest)“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=158389
- ↑ „Viðar Örn með þrennu gegn Stromsgodset“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=163215
- ↑ „Myndband: Viðar Örn skoraði tvö í sigri Valeranga“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=162000
- ↑ „Viðar Örn: Stefni á gullskóinn“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=167736
- ↑ „Viking vs Vålerenga 5 - 5“. uk.soccerway.com Sótt 23. mars 2016 af http://uk.soccerway.com/matches/2014/08/02/norway/eliteserien/viking-fotballklubb/valerengen-idrettsforeningen/1605747/
- ↑ „Vålerenga vs Haugesund 4 - 1“. uk.soccerway.com Sótt 23. mars 2016 af http://uk.soccerway.com/matches/2014/09/14/norway/eliteserien/valerengen-idrettsforeningen/fotballklub-haugesund/1605782/
- ↑ „Viðar Örn tók gullskóinn í Noregi sannfærandi“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=177742
- ↑ „Viðar heldur áfram að sópa að sér verðlaunum“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=177821
- ↑ „Vålerenga hafnaði tveimur tilboðum í Viðar Örn“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=176388
- ↑ „Viðar Örn framlengir - Stefnir ennþá á stærri deild“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=178317
- ↑ „Viðar Örn til Jiangsu Guoxin-Sainty (Staðfest)“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=181402
- ↑ „Myndband: Sjáðu fyrsta mark Viðars í Kína“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=183641
- ↑ „Kína: Viðar og Sölvi bikarmeistarar - Unnu gegn Cahill og Ba“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=198309
- ↑ „Viðar Örn eftirsóttur“. www.fotbolti.net Sótt 23. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=199810
- ↑ „Viðar Örn orðaður við AGF“. www.fotbolti.net Sótt 24. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=200941
- ↑ „Viðar Örn til Malmö (Staðfest)“. www.fotbolti.net Sótt 24. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=201226
- ↑ „Matchrapport: Malmö FF – IK Sirius 2–1“. www.mff.se Sótt 24. mars 2016 af http://www.mff.se/aktuellt/Matchrapporter_A-laget/2016/160220_mff_sirius[óvirkur tengill]
- ↑ „Fyra mål i andra gav vinsten mot Ängelholm“. www.mff.se Sótt 24. mars 2016 af http://www.mff.se/aktuellt/Matchrapporter_A-laget/2016/160228_angelholm_mff[óvirkur tengill]
- ↑ „U17 karla - NM A riðill“. www.ksi.is Sótt 24. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=13683
- ↑ „U17 karla - NM A riðill - Markahæstu menn“. www.ksi.is Sótt 24. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/markahaestu-leikmenn/?Mot=13683[óvirkur tengill]
- ↑ „U-17 ára hópurinn sem fer til Portúgals valinn“. www.fotbolti.net Sótt 24. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=45335
- ↑ „Íslendingar áfram í úrslitakeppni EM U17 ára“. www.fotbolti.net Sótt 24. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=45984
- ↑ „Norður-Írland - Ísland 2-0“. www.ksi.is Sótt 24. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/opinskyrsla.asp?Leikur=192211 Geymt 17 nóvember 2015 í Wayback Machine
- ↑ „Norður-Írland - Ísland 2-0“. www.ksi.is Sótt 24. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/opinskyrsla.asp?Leikur=192212 Geymt 25 mars 2016 í Wayback Machine
- ↑ „Vináttuleikur: Ísland og Austurríki skildu jöfn“. www.fotbolti.net Sótt 24. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=167799
- ↑ „Félagsmaður - Viðar Örn Kjartansson“. www.ksi.is Sótt 24. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/felagsmadur/?pLeikmadurNr=155293&pListi=4
- ↑ „Einkunnir úr Ísland-SAF: Ingvar bestur“. www.fotbolti.net Sótt 24. mars 2016 af http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=200643
- ↑ „Viðar Örn Kjartansson“. www.ksi.is Sótt 23. mars 2016 af http://www.ksi.is/mot/motalisti/felagsmadur/?pLeikmadurNr=155293&pListi=5
- ↑ „Viðar Örn Kjartansson“. www.footballdatabase.eu Sótt 23. mars 2016 af http://www.footballdatabase.eu/football.joueurs.vidar-Orn.kjartansson.176150.en.html