[go: nahoru, domu]

Fara í innihald

brönugras

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „brönugras“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall brönugras brönugrasið brönugrös brönugrösin
Þolfall brönugras brönugrasið brönugrös brönugrösin
Þágufall brönugrasi brönugrasinu brönugrösum brönugrösunum
Eignarfall brönugrass brönugrassins brönugrasa brönugrasanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

brönugras (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Brönugras (fræðiheiti: dactylorhiza maculata) er blóm af brönugrasaætt, tegund af orkídeu. Kýs einkum sólríka staði á láglendi eða utan í hæðum en einnig finnst hún í röku votlendi sem og þurrum skógarbotnum og lækjarbökkum. Verður að jafnaði milli 15 til 45 sm.
Orðsifjafræði
brönu- og gras. Í Hálfdánarsögu Brönufóstra er sagt frá því að tröllkonan Brana hafi gefið fóstra sínum brönugrösin til þess að vekja ástir konungsdóttur og talið að þaðan sé Íslenska heitið komið.
Dæmi
[1] „Brönugras var talið einkar notadrjúgt til þess að örva ástir manna og losta. Einnig er sagt að það geti stillt ósamlyndi hjóna sofi þau á því.“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Hvaða jurtir voru notaðar til galdraverka og lækninga?)
Samheiti
[1] hjónagras, hjónarót, elskugras, Friggjargras, graðrót, vinagras.

Þýðingar

Tilvísun

Brönugras er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „brönugras