1705
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1705 (MDCCV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- 22. júlí - Magnús Sigurðsson í Bræðratungu dæmdur til að borga Árna Magnússyni 300 dali fyrir hneykslanleg ófrægðarbréf.
- Árni Bjarnason bóndi í Keldunesi var hálshöggvinn á Alþingi fyrir að hafa eignast barn með mágkonu sinni.
- Sigurður Björnsson sagði af sér lögmannsembætti.
Fædd
- Jón Ólafsson Grunnvíkingur, fræðimaður (d. 1779).
Dáin
- 8. september - Jón Bjarnason, prestur á Staðarbakka.
- 11. september - Þorsteinn Illugason, prófastur á Völlum (f. 1618).
- Guðmundur Bergþórsson, skáld (f. 1657).
- 14. júlí - Ólöf Jónsdóttir, 20 ára, og Salómon Hallbjörnsson, 52 ára, tekin af lífi á Alþingi fyrir blóðskömm, hann hálshogginn, henni drekkt.[1]
- 16. júlí - Ragnhildur Tómasdóttir, 24 ára, og Sumarliði Eiríksson, 22 ára, tekin af lífi á Alþingi fyrir blóðskömm, hann hálshogginn en henni drekkt.[2]
- Þá voru Árni Björnsson, 44 ára, og mágkona hans, Kristín Halldórsdóttir, 36 ára, dæmd til dauða fyrir blóðskömm á Alþingi þetta sama ár. Árni var hálshogginn þar en Kristín komst ekki sökum veikinda og var drekkt í Laxá í Reykjadal skömmu síðar.[3]
Erlendis
- 5. maí - Jósef 1. varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis eftir andlát föður síns.
- Desember - Lög sett í Bretlandi um að Soffía af Hannover og afkomendur hennar (þar á meðal sonur hennar Georg Ludwig, sem síðar varð Georg 1. Bretlandskonungur, og sonur hans, síðar Georg 2.) skyldu teljast breskir ríksisborgarar.
Fædd
- 24. janúar - Farinelli, ítalskur geldingur og söngvari (d. 1782).
- September - Dick Turpin, enskur þjóðvegaræningi (d. 1739).
- 31. október - Klemens XIV páfi (d. 1774).
Dáin
- 5. maí - Leópold 1., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1640).
- Júlí - Titus Oates, enskur meinsærismaður (f. 1649).
- 16. ágúst - Jakob Bernoulli, svissneskur stærðfræðingur (f. 1654).
- 30. nóvember - Katrín af Braganza, Englandsdrottning, kona Karls 2. (f. 1638).
- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.
- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.
- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202. Árni þótti mæta aftökunni af miklu æðruleysi.