13. apríl
Útlit
Snið:AprílDagatal 13. apríl er 103. dagur ársins (104. á hlaupári) samkvæmt gregoríanska tímatalinu. 262 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1203 - Guðmundur Arason var vígður Hólabiskup, 43 ára.
- 1252 - Ögmundur Helgason í Kirkjubæ lét taka Sæmund Ormsson Svínfelling og Guðmund bróður hans af lífi.
- 1412 - Yfir tuttugu ensk skip fórust við Ísland í miklu illviðri með fannfergi.
- 1565 - Stóridómur var leiddur í lög.
- 1605 - Fjodor 2. varð Rússakeisari við lát Boris Godúnov.
- 1627 - Pólsk-litháíska samveldið vann sigur á Svíum í orrustunni við Hammerstein.
- 1844 - Jón Sigurðsson var kosinn á þing með 50 atkvæðum af 52. Hann var oft þingforseti og sat á þingi til 1879.
- 1886 - Eggert Theódór Jónassen var skipaður amtmaður í Suður- og Vesturamti.
- 1919 - Amritsar-fjöldamorðin: Bretar myrtu a.m.k. 379 óvopnaða mótmælendur í Amritsar í Indlandi.
- 1956 - Um 200 þúsund danskir mótmælendur safnast saman fyrir framan Kristjánsborg og mótmæla lögum um vinnustundir.
- 1970 - Súrefnistankur í Apollo 13 geimfarinu rofnaði á leið þess til tunglsins.
- 1975 - Árás byssumanna á kirkju í Ain El Remmeneh hverfi Beirút ásamt árás á rútu með óbreyttum borgurum með þeim afleiðingum að 17 Palestínumenn liggja í valnum markar upphaf Líbanska borgarastríðsins.
- 1997 - Tiger Woods varð yngsti kylfingurinn í sögunni sem sigraði Masters-golfmótið.
- 2007 - Bílanaust og Olíufélagið ESSO sameinuðust og stofnuðu N1.
Fædd
- 1570 - Guy Fawkes, enskur samsærismaður (d. 1606).
- 1743 - Thomas Jefferson, 3. forseti Bandaríkjanna (d. 1826).
- 1906 - Samuel Beckett, írskt leikskáld (d. 1989).
- 1923 - Don Adams, bandarískur leikari.
- 1939 - Paul Sorvino, bandarískur leikari.
- 1939 - Seamus Heaney, írskur rithöfundur.
- 1945 - Rúnar Júlíusson, tónlistamaður. (d. 2008).
- 1950 - Ron Perlman, bandarískur leikari.
- 1963 - Garrí Kasparov, rússneskur stjórnmálamaður og skákmeistari.
- 1970 - Rick Schroder, bandarískur leikari.
- 1984 - Atli Fannar Bjarkason, blaðamaður.
Dáin
- 1605 - Boris Godúnov, Rússakeisari (f. 1551).
- 1945 - Franklin Delano Roosevelt, 32. Forseti Bandaríkjanna.
- 1967 - Friðþjófur Thorsteinsson, knattspyrnumaður, þjálfari og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1895).
- 1972 - Jóhannes Sveinsson Kjarval, listmálari (f. 1885).