23. nóvember
Útlit
Snið:NóvemberDagatal 23. nóvember er 327. dagur ársins (328. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 38 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1648 - Krýning Friðriks 3. fór fram í Danmörku.
- 1654 - Blaise Pascal lenti í slysi sem leiddi til þess að hann fékk opinberun og gerðist trúaður.
- 1688 - 1500 fylgjendur Gamla siðar brenndu sig lifandi til að komast hjá handtöku þegar her Rússakeisara settist um klaustur þeirra við Onegavatn.
- 1700 - Giovanni Francesco Albani varð Klemens 11. páfi.
- 1838 - Vígður var nýr kirkjugarður í Reykjavík, Hólavallagarður við Suðurgötu.
- 1916 - Karlakór KFUM var stofnaður. Síðar var nafni hans breytt í Karlakórinn Fóstbræður.
- 1939 - Suðaustur af Íslandi var háð fyrsta sjóorrusta í heimsstyrjöldinni síðari, er þýsku herskipin Gneisenau og Scharnhorst sökktu breska skipinu HMS Rawalpindi. Þar fórust um 270 menn, en 23 var bjargað.
- 1947 - Tyrone Power kvikmyndaleikari kom við á Íslandi og vakti heimsóknin mikla athygli.
- 1990 - Örn og Örlygur gáfu út Íslensku alfræðiorðabókina, en hún var með 37 þúsund uppflettiorðum.
- 2010 - Norður-kóreski herinn gerði stórskotaárás á suður-kóresku eyjuna Yeonpyeong.
Fædd
- 1804 - Franklin Pierce, Bandaríkjaforseti (d. 1869).
- 1896 - Klement Gottwald, tékkneskur stjórnmálamaður (d. 1953).
- 1919 - Peter Frederick Strawson, enskur heimspekingur (d. 2006).
- 1921 - Fred Buscaglione, ítalskur tónlistarmaður (d. 1960).
- 1945 - Sturla Böðvarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1971 - Jóhann G. Jóhannsson, íslenskur leikari.
- 1974 - Katrín Júlíusdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1987 - Kasia Struss, pólsk fyrirsæta.
- 1992 - Miley Cyrus, bandarísk leikkona.
Dáin
- 955 - Játráður Englandskonungur (f. um 923).
- 1682 - Claude Lorrain, franskur listmálari (f. um 1600).
- 1929 - Johannes Erhardt Böggild, fyrsti sendiherra Dana á Íslandi (f. 1878).
- 1957 - Haraldur Hamar Thorsteinsson, íslenskur rithöfundur (f. 1892).
- 1974 - Páll Ísólfsson, tónskáld (f. 1893).
- 1990 - Roald Dahl, breskur rithöfundur (f. 1916).
- 2006 - Alexander Litvinenko, rússneskur leyniþjónustumaður (f. 1962).