[go: nahoru, domu]

Fara í innihald

Vincent Danaprins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 14. janúar 2024 kl. 23:36 eftir Simara345 (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. janúar 2024 kl. 23:36 eftir Simara345 (spjall | framlög) (Ný síða: thumbnail|Vincent Danaprins '''Vincent Danaprins''' skírður '''Vincent Frederik Minik Alexander''' fæddist þann 8. janúar 2011 og er þriðja barn Friðriks 10. Danakonungs og Maríu Danadrottningar. Systkini hans eru Kristján krónprins, Ísabella prinsessa og tvíburasystir hans Jósefína Dana...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Vincent Danaprins


Vincent Danaprins skírður Vincent Frederik Minik Alexander fæddist þann 8. janúar 2011 og er þriðja barn Friðriks 10. Danakonungs og Maríu Danadrottningar. Systkini hans eru Kristján krónprins, Ísabella prinsessa og tvíburasystir hans Jósefína prinsessa.

Prinsinn var skírður þann 14. apríl 2011 ásamt tvíburasystur sinni í kapellu í Holmen kirkjunni í Kaupmannahöfn. Guðforeldar hans eru móðurbróðir hans, John Stuart Donaldson; frændi hans, Gustav prins (sonur ömmu systur hans Benedikte prinsessu); Filippus 6. Spánarkonungur og þrír aðrir fjölskylduvinir.

  Þetta æviágrip sem tengist sögu og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.