[go: nahoru, domu]

Fara í innihald

Aðdráttarvara

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aðdráttarvara einnig þekkt sem beita eða agn er vara sem seld er annaðhvort á lágu verði, á kostnaðarverði eða jafnvel undir kostnaðarverði til þess að lokka að viðskiptavini.

  • Verslun getur auglýst ákveðnar vörur á ódýru verði t.d. sokka, DVD myndir eða gos til þess að lokka til sín viðskiptavini sem í kjölfarið kaupa aðrar vörur sem skila hagnaði fyrir eigandan. Aðdráttarvaran er þá oft vísvitandi illa staðsett í versluninni þannig að kaupandinn þarf að ganga framhjá miklu magni af vörum sem skila hagnaði fyrir verslunina.
  • Handföng fyrir rakvélablöð eru jafnan mjög ódýr og skila ekki miklum hagnaði á meðan rakvélablöðin sjálf skila jafnan miklum hagnaði.
  • Framleiðendur leikjatölva selja tölvurnar sjálfar ódýrt til þess að ná markaðshlutdeild á meðan þeir græða pening með sölu á tölvuleikjum.