[go: nahoru, domu]

Fara í innihald

Selbúðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Selbúðir eru hverfishluti í Gamla Vesturbænum. Hverfishlutinn telst vera allt svæðið vestan við Bræðraborgarstíg. Þar stóðu Selbúðir en það voru hús sem tilbúin voru í árslok 1920 og reist af bæjarstjórn Reykjavíkur. Þetta voru tvö íbúðarhús úr steinsteypu á lóð bæjarsjóðs í Ívarsselstúni við Vesturgötu sem bráðabirgðahúsnæði fyrir húsnæðislaust fólk og var það nefnt Selbúðir. Þetta voru tvær samhliða, lágreistar húsalengjur og í hvorri lengju voru tíu íbúðir sem flestar voru eitt herbergi og eldhús. Milli húsalengjanna var malarport. Í steinsteyptum skúr við vesturenda bygginganna voru átta sameiginleg salerni. Selbúðir stóðu milli Sóttvarnarhússins og Litlasels og Jórunnarsels. Húsin voru í notkun sem leiguhúsnæði til ársins 1975. Hluti húsanna var eftir það um nokkuð skeið nýttur sem atvinnuhúsnæði.






  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.