[go: nahoru, domu]

Fara í innihald

Spjall:Litningsendi

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Á að láta tökuorðið telómera fylgja með sem heiti yfir þetta? Bæta við svona „einnig nefnt telómera“? --Baldur Blöndal 16. apríl 2009 kl. 00:41 (UTC)[svara]

Mér finnst það, já. Enda er það trúlegra algengast í daglegu að nota alþjóðlega fræðiorðið telómer. Svo má bæta því við að einhverjir (Mogginn, til dæmis) nota orðið oddhulsa, sem mér finnst reyndar nokkuð misvísandi, því hér er ekki um eiginlega hulsu að ræða, heldur einungis endastæða kirnaröð. --Oddurv 9. október 2009 kl. 07:26 (UTC)[svara]
Ég tók út tilvísunina í prófspurningar við HÍ, enda er slíkt efni ekki útgefið og getur því ekki talist gjaldgeng heimild í alfræðiriti, sama þó það sé vistað á heimasvæði þessa ágæta skóla. Ég setti í staðinn vísun í Vísindavef HÍ sem, öfugt við glósur, glærur og prófspurningar, skoðast sem útgefið efni. Svo má bæta því við að sjálfum finnst mér tilvísanir í orðabækur o.þ.h. eftir orðaþýðingum vera óþarfar. Færslan er jú um fyrirbærið litningsenda fremur en um orðið sem slíkt . --Oddurv 9. október 2009 kl. 11:00 (UTC)[svara]
Mér þykir þægilegt að bæta við einhverjum heimildum um heiti einhvers fyrirbæris ef það er lítið notað eða önnur heiti notuð yfir það, þá leikur alla vegana ekki neinn vafi á því hvaðan nafnið kemur eins og hefur stundum komið upp ;) --バカ 10. október 2009 kl. 03:10 (UTC)[svara]