Thongsing Thammavong
Útlit
Thongsing Thammavong (skrifað á laosku: ທອງສິງ ທຳມະວົງ; fæddur 1944) er laoskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Hann hefur setið í miðstjórn Byltingarflokks laoskrar alþýðu frá 1991 og forseti þjóðþings Laos frá 2006 þar til að hann tók við embætti forsætisráðherra 23. desember 2010.[1]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Biography of new PM Thongsing Thammavong“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 20. mars 2011.